
Sólrún mun kynna Félag íslenskra lungnalækna sem eins og nafnið gefur til kynna samanstendur af sérfræðingum í lungnalækningum. Hún er auk þess með puttann á púlsinum um það helsta sem er að gerast á sviði lungnalækninga og getur vonandi upplýst okkur um töfralækningu allra meina sem er rétt handan við hornið.
Sólrún er einnig til í að svara spurningum sem brenna á félagsmönnum en hún starfar á Landspítalanum í Fossvogi og þekkir vel fjölþætta starfsemi lungnalækna sem þar fer fram.
Í upphaflegri dagskrá var gert ráð fyrir að formaður Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga kæmi einnig á fundinn en hann forfallast.
Fundurinn verður haldinn í Lindakirkju, Uppsölum 3 og hefst með spjalli og veitingum klukkan 16:00 að vanda.
Comments