Fundurinn var vel sóttur og tókst með ágætum að vanda end stýrt af röggsemi af Brynju Runólfsdóttur. Fundarstörf voru hefðbundin með skýrslu stjórnar, framlagningu reikninga osfr.
Það bar helst til tíðinda að á fundinum var nafni samtakanna breytt og munu framvegis heita Lungnasamtökin.
Lögum Lungnasamtakanna var breytt vegna nafnabreytingarinnar auk þess sem gerðar voru lagfæringar til að tryggja skráningu félagsins í Almannheillafélagaskrá og Almannaheillaskrá samkvæmt nýjum lögum um félög til almannheilla sjá hér.
Ný stjórn var kosin og skipa hana eftirtaldir, talið frá vinstri á myndinni hér fyrir neðan
Andrjes Guðmundsson, formaður
Gunnhildur Hlöðversdóttir, Varformaður
Fjóla Grímsdóttir, Gjaldkeri
Helga S Ragnarsdóttir, Meðstjórnandi
Eyjólfur Guðmundsson, Varamaður
Þorsteinn Óskarsson Varamaður
Ragnhildur Steingrímsdóttir, Ritari
Stjórnin þakkar fyrir góða kosningu og hlakkar til að takast á við verkefni nýs starfsárs.
Comments