top of page

Mæði!

Rut Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur

Rut mun fræða okkur um mæði og áhrif þess á lífsgæði lungnasjúklinga. Mæði er mjög flókið fyrirbæri og skýrist ekki eingöngu af lungnasjúkdómum eða skertu þoli. Einstaklingar upplifa eða skynja mæði á mismunandi hátt og fjölmargir ótengdir þættir geta haft áhrif. Það eru ýmsar leiðir til að draga úr mæði og við munum fara yfir það í sameiningu.

 

Rut Gunnarsdóttir hefur unnið við heimahjúkrun í fjöldamörg ár og vinnur í lungnateymi á Göngudeild lyflækninga A3 sem sérfræðingur í hjúkrun langveikra. Hún er formaður Deildar sérfræðinga í hjúkrun og Fagdeildar hjúkrunarfræðinga sem sinna einstaklingum með sykursýki og situr í stjórn Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga. Hún er jafnframt stjórnarmaður í Lungnasamtökunum.


Fundurinn verður haldinn mánudaginn 7. apríl í Lindakirkju, Uppsölum 3 og hefst með spjalli og veitingum klukkan 16:00 að vanda. 

Comments


OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

LUNGNASAMTÖKIN

HAFA SAMBAND

Skrifstofan er opin flesta

mánudaga 11:00 - 15:00

eða samkvæmt samkomulagi

Athugið að hringja dyrabjöllunni þar sem útidyrnar eru læstar

Borgartún 28a

105 Reykjavík

Kennitala: 670697-2079

            560-4812

Ef ekki næst samband hringjum við til baka 

             

lungu@lungu.is

FYLGIST MEÐ OKKUR Á FB

  • Grey Facebook Icon
bottom of page