top of page

Stuðningsfulltrúanámskeið

Stuðningsfulltrúanámskeið

Miðvikudagana 9. og 18. apríl kl. 17-21 mun Stuðningsnet Sjúklingafélagana halda námskeið fyrir verðandi Stuðningsfulltrúa. Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra, en Samtök lungnasjúklinga ásamt 13 öðrum sjúklingafélögum mynda netið. Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði sem þarft er að hafa í huga þegar veita á jafningjastuðning ásamt því að stuðningsfulltrúum stendur til boða handleiðsla og endurmenntun að loknu námskeiði. 


Mikilvægt er að sækja um að gerast stuðningsfulltrúi á heimasíðu Stuðningsnetsins áður en námskeið hefst. Umsjónaraðili Stuðningsnetsins mun hafa samband og taka viðtöl við þá sem sótt hafa um að gerast stuðningsfulltrúar í aðdraganda námskeiðsins. Auk þess mun viðkomandi sjúklingafélag boða stuðningsaðila á sinn fund til að fara yfir þjónustu og starfsemi félagsins.  

 

Fyrir þá sem þegar hafa sótt um að gerast stuðningsfulltrúar og verið í sambandi við sitt félag þá má skrá sig á námskeiðið hér.

bottom of page