Samtök Lungnasjúklinga
Samtök Lungnasjúklinga
3. september - Spjall og veitingar.
1. október - Parísafarar kynntu ráðstefnuferðina.
5. nóvember - Edith Gunnarsdóttir yogakennari mætir og kennir okkur öndun og slökun.
5. desember - Jólabingó með Hjartaheill í Síðumúlanum kl 19:30.
7. janúar - Ólafur Baldursson lungnalæknir kemur í heimsókn.
4. febrúar -Sóli Hólm uppistandari kemur og skemmtir okkur.
4. mars - Heiðbjört Tíbrá sjúkraþjálfari kynnir hugmyndafræði þar sem áhersla
er lögð á að hreyfa bandvefi með rólegum teyjum.
1. apríl - Grillvagninn mætir á svæðið með gómsætan mat.
Í mai - Höldum við aðalfund Samtaka lungnasjúklinga.
Fundirnir eru opnir öllum félagsmönnum okkar og eru þeim að kostnaðarlausu.
Fundirnir byrja alltaf kl.16 og byrjum við á því að fá okkur góðar veitingar og spjalla saman og tökum jafnvel upp munnhörpurnar. Fyrirlestrarnir byrja svo um kl. 17. Athugið að jólabingóið byrjar kl 19:30.
Fundirnir okkar eru haldnir í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annari hæð og það er lyfta í húsinu.
Vonandi sjáum við ykkur sem flest!