Ráðleggingar vegna astma og COVID
Ráðleggingar vegna astma og COVID
Ráðleggingar vegna astma og COVID frá Dóru Lúðvíksdóttur Sérfræðing í lungna- og ofnæmissjúkdómum og formanni Félags íslenskra lungnalækna.
Einstaklingar með astma og sérstaklega þeir sem hafa alvarlegan astma eru í nokkurri aukinni áhættu á fylgikvillum vegna COVID 19.
Hve mikil sú áhætta er, er ekki nákvæmlega vitað á þessari stundu
-Mikilvægt er að einstaklingar með astma haldi áfram að nota innöndunarlyfin sín meðan á COVID 19 faraldrinum stendur.
-Það er einnig sérstaklega mikilvægt að hætta ekki að nota innöndunarstera eða prednisolonkúra skv. ráðleggingum meðhöndlandi læknis.
-Að hætta á innöndunarsterum getur haft í för með sér versnun á astma og að taka ekki prednisolonkúra við alvarlegar versnanir á astma skv læknisráði getur verið varasamt og leitt til enn frekari versnunar.
-Mikilvægt er að hætta ekki lyfjameðferð vegna astma nema í samráði við sinn lækni
-Það er einnig mikilvægt að meðhöndla versnun á astma eins og ákveðið hefur verið í samráði við þinn lækni og leita læknisaðstoðar ef þarf.
-Einstaklingar með alvarlegan astma sem eru á meðferð með líftæknilyfjum eiga að halda áfram á líftæknilyfjameðferð eins og áður ásamt sínum innöndunarlyfjum meðan á COVID 19 faraldrinum stendur.
Þessar upplýsingar verða uppfærðar ef nýjar upplýsingar birtast um astma og COVID 19.
Nánari upplýsingar má finna með því að smella á myndina.