top of page

Félagsfundur 2.september

Félagsfundur 2.september

Félagsfundur mánudaginn 2. september 2019 kl. 16:00-18:00

 

Sælt verið fólkið!

 

Þá erum við hjá Samtökum lungnasjúklinga mætt aftur til leiks og ætlum að hafa fyrsta félagsfund vetrarins mánudaginn 2. september kl. 16-18.

 

Byrjum kl. 16:00 með því að skrafa saman og fá okkur kaffi og með því.

Um kl. 17:00 kemur til okkar, Þorbjörg Sóley Ingadóttir lungnahjúkrunarfræðingur og kynnir fyrir okkur starfsemi A-3 Göngudeild lungnasjúklinga.

 

Fundurinn er að venju í SÍBS húsinu í Síðumúla 6 á annari hæð. Lyfta er í húsinu  Það kostar ekkert að koma til okkar á fundi og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

 

Munið eftir grípa með ykkur munnhörpurnar. 

Kveðja stjórnin.

bottom of page