top of page

LUNGNASJÚKDÓMAR

Langvinn lungnateppa

Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti yfir tvo sjúkdóma, lungnaþembu og langvinna berkjubólgu. LLT er nú orðin 6. algengasta dánarorsök á Vesturlöndum

Afbrigðileg lungnabólga

Lungnabólga af völdum örveru, sem nefnist berfrymingur (mycoplasma). Henni fylgir ekki eins hár hiti og hefðbundinni bakteríulungnabólgu og er því nefnd afbrigðileg lungnabólga (köld lungnabólga). 

Blóðtappi í lungum

Blóðtappi í lungum (lungnarek) myndast þegar æð í lunga/lungum lokast vegna blóðtappa.

Lungnabólga

Lungnabólga er bólga í lungnavef. Orsök hennar er örverur (veirur, bakteríur, sveppir og sníkjudýr) eða ertandi (eitur)efni þ.e. ásvelging á magainnihaldi (magainnihald fer niður í lungun) eða innöndun á eitruðum gastegundum.

Lungnakrabbamein

Síðustu árin hefur tíðni lungnakrabbameins aukist mjög hér á landi. Er nú svo komið að það er orðið næstalgengasta krabbameinið bæði meðal karla og kvenna. Brjóstakrabbamein er algengara hjá konum og blöðruhálskirtilskrabbamein hjá körlum.

Sarklíki

Sarklíki er bólgusjúkdómur þar sem bólguhnúðar myndast í einu eða fleiri líffærum líkamans.

Lungnatrefjun

Það sem gerist er að í stað heilbrigðs lungnavefs kemur bandvefur (trefjar). Þannig truflast loftskipti um lungun og súrefni fer hvorki inn né koltvísýringur út úr líkamanum á eðlilegan hátt. Þetta getur leitt til öndunarbilunar

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU

LUNGNASAMTÖKIN

HAFA SAMBAND

Skrifstofan er opin flesta

mánudaga 11:00 - 15:00

eða samkvæmt samkomulagi

Athugið að hringja dyrabjöllunni þar sem útidyrnar eru læstar

Borgartún 28a

105 Reykjavík

Kennitala: 670697-2079

            560-4812

Ef ekki næst samband hringjum við til baka 

             

lungu@lungu.is

FYLGIST MEÐ OKKUR Á FB

  • Grey Facebook Icon
bottom of page