HÆTTA AÐ REYKJA
Reykingar eru gríðarlegt heilbrigðisvandamál, 8. hverja sekúndu deyr einhver í heiminum af völdum reykinga.
Að meðaltali deyr einn Íslendingur á dag af völdum reykinga. Þessar tölur undirstrika mikilvægi tóbaksvarna og allrar vinnu sem lögð er í að hjálpa fólki að hætta að nota tóbak. Það besta sem reykingarfólk getur gert fyrir heilsu sína er að hætta að reykja.
Ávinningurinn af því að hætta að reykja kemur strax eftir 20 mínútur og er að skila sér jafnt og þétt í 10 ár:
-
20 mínútur - Blóðþrýstingur og hjartsláttur verða eðlilegri. Blóðflæði eykst til handa og fóta.
-
8 klst. - Súrefnismettun í blóði verður eðlileg. Hætta á hjartáfalli minnkar.
-
24 klst. - Kolmónoxíð er horfið úr líkamanum. Lungun byrja að hreinsa sig.
-
48 klst. - Nikótín er farið úr líkamanum. Lyktar- og bragðskyn eykst.
-
72 klst. - Öndun verður léttari og úthald eykst.
-
2 – 12 vikur. - Blóðflæði um líkamann eykst.
-
3-9 mánuðir - Öndunarvandamál minnka og lungnastarfsemi hefur aukist um 5-10%.
-
5 ár - Hætta á hjartaáfalli minnkað um helming.
-
10 ár - Hætta á lungnakrabbameini minnkað um helming. Hætta á hjartaáfalli orðin sú sama og hjá þeim sem aldrei hefur reykt.