Póstlisti SLS

Póstlisti SLS

 
Mánudagur, 09. janúar 2017 11:44
Súrefnissía til sölu
Síann er 4 ára gömul og gefur mest 5 lítra.
 
Ólafur í Donnu er búin að yfirfara hana og segir vélina vera í ágætu standi.
 
Sían er með stærri gerð af rafhlöðu sem myndi ný duga 6-8 tíma á 3 lítrum en áætlað er að þessi rafhlaða dugi 3-4 tíma á 3 lítrum.
 
Síunni fylgir bílhleðslutæki og að sjálfsögðu vegghleðslutæki.
 
Sían er á hjólagrind sem hægt er að draga á eftir sér.
 
Verð 200.000
 
Áhugasamir vinsamlegast hafið sambandi við Guðný í síma 8223159
 
sa 2
 
sa 1
 
Laugardagur, 07. janúar 2017 09:30
Gleðilegt ár

Samtök lungnasjúklinga óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegs árs og þakkar samveruna  á liðnu ári.

 

Samtökin vilja einnig benda á fræðslumynd sem þau tóku þátt í að gera á liðnu ári.

 

Bara ég hefði aldrei byrjað - Fjögur tilfelli um skaðsemi reykinga - Sjá myndina hér 

 

Í myndinni segja fjórir einstaklingar frá afleiðingum reykinga á líf þeirra.

 

Ef ýtt er á cc takkann sem er niðri hægra megin þegar myndin byrjar að spila að þá er hægt að velja texta á myndina.

 

Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Gestur Vignisson. 
Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga

 

Hlökkum til vetrarins með ykkur og vonumst til að sjá ykkur sem flest í félagstarfinu okkar í vetur 

 

Stjórnin 

 

 

Bara-ad-eg-hafi-aldrei-byrjad

 
Föstudagur, 06. janúar 2017 10:31
Félagsfundur mánudaginn 9. janúar
Við viljum minna á næsta félgasfund mánudaginn 9, janúar.
 
Fundurinn er haldin í húsi SÍBS í Síðumúla 6 og við opnum húsið kl 16:00. Við byrjum á því að smakka á flottum veitingum og spjalla. Fundurinn byrjar svo kl 17:00
 
Dóra Lúðvíks lungnalæknir kemur til okkar og ætlar að ræða við okkur um málefni tengd lungnasjúkdómum.
 
Hlökkum til að sjá ykkur
 
Stjórnin
 
Mánudagur, 12. desember 2016 13:11
Gleðileg jól og farsælt komandi ár

santa claus png9978

 

Stjórn Samtaka lungnasjúklinga óskar félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og velunnurum samtakanna gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á nýju ári í félagstarfinu með okkur                                          

christmas-tree-pics-0111

 

 

 

 

Ef þið klikkið á myndina hér að neðan af þessum myndalegu Baggalúts drengjum spilast eitt jólalagið þeirra.

 

baggaltur

 

 
Þriðjudagur, 06. desember 2016 10:02
Frábært bingó

Frábært bingó í gær hjá Samtökum lungnasjúklinga og Hjartaheill þar sem við stútfylltum Síðumúlan með félagsmönnum og fjölskyldum þeirra.


Viljum þakka öllum sem komu og áttu með okkur þessa frábæru stund.,

 

bing 2,,

 

bingo 9

 

bingo 8

 

bingo 5

 

bingo 4

 

bingo 10