Póstlisti SLS

Póstlisti SLS

 
Sunnudagur, 23. október 2016 18:36
Skrifstofutími samtakanna
Skrifstofan okkar verður ekki opin á morgun frá kl 16-18
Alltaf er samt hægt að ná í okkur í símann
 
Mánudagur, 17. október 2016 16:48
Norræni líffæragjafadagurinn 2016

Höldum uppá norræna líffæragjafadaginn með táknrænni göngu frá Bráðmóttöku með "líffæri" í þar til gerðri öskju.

 

Til að vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa og baráttunni fyrir ætluðu samþykki til líffæragjafa.
Áætlaður tími í göngu er 55 mín.

 

Hvetjum alla til að mæta og hjálpa okkur að vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa.

 

Líffæragjöf er lífsgjöf!

 

11018410 812179505518166 6759356625113468152 n

 
Mánudagur, 17. október 2016 12:56
Félagstarf vetrarins 2016

Opið hús fyrir félagsmenn í dag milli 16-18
Væri gaman að sjá sem flesta


Félagsstarf vetrarins 2016


Endilega verið dugleg að koma á fundi og hjálpa okkur að gera 

starfið og félagið skemmtilegt og sýnilegt


Mánudagurinn 3. október:

Lárus S. Marinusson forstöðu heilsuþjálfari á Reykjalundi ræðir við okkur um hreyfingu Sigríður hjá ISAGA svarar spurningum um súrefnismál. Góðar veitingar í boði

Mánudaginn 17. október

Rabbfundur, opið hús í Síðumúlanum fyrir þá sem vilja hittast og ræða málin

Mánudaginn 7. nóvember

Stella Hrafnkelsdóttir lungna hjúkrunarfræðingur ræðir við okkur um súrefnismál og svarar spurningum félagsmanna. Góðar veitingar í boði

Mánudaginn 21. nóvember

Rabbfundur, opið hús í Síðumúlanum fyrir þá sem vilja hittast og ræða málin

Mánudaginn 5. desember

Við ætlum að halda jólabingó með Hjartaheill. Einnig verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.

Mánudaginn 19. desember

Rabbfundur, opið hús í Síðumúlanum fyrir þá sem vilja hittast og ræða málin

 

Mánudagurinn 9. janúar

Dóra Lúðvíks lungnalæknir kemur og heldur fræðsluerindi. Góðar veitinar í boði.

Mánudaginn 23. janúar

Rabbfundur, opið hús í Síðumúlanum fyrir þá sem vilja hittast og ræða málin

 

Mánudaginn 6. febrúar

Sigga Kling ætlar að koma og skemmta okkur. Góðar veitinar í boði

Mánudaginn 20. febrúar

Rabbfundur, opið hús í Síðumúlanum fyrir þá sem vilja hittast og ræða málin

Mánudaginn 6. mars

Ingibjörg Bjarnadóttir iðjuþjálfi á lungnasviði Reykjalundar kemur og talar við okkur um hjálpartæki og orkusparandi vinnuaðferðir. Góðar veitingar í boði

Mánudaginn 20. mars

Rabbfundur, opið hús í Síðumúlanum fyrir þá sem vilja hittast og ræða málin

Mánudaginn 3. apríl

Við ætlum að hafa grill og spjall

Mánudaginn 14. apríl

Annar í páskum, engin fundur

Mánudaginn 8. maí

Aðalfundur 
Fimmtudagur, 06. október 2016 12:25
Opin fundur ÖBÍ með frambjóðendum til Alþingis

Minnum á fund ÖBÍ á Grand hótel á laugardaginn frá kl 14 - 16

Hvetjum alla til að mæta

 

unnamed

 
Þriðjudagur, 04. október 2016 11:44
Opin fundur ÖBÍ með frambjóðendum til Alþingis

ÖBÍ vill vekja athygli á opnum fundi bandalagsins með frambjóðendum til Alþingis á Grand hótel, Gullteigi, laugardaginn 8. október næstkomandi kl. 14-16.

 

Að fundi loknum verður boðið upp á kaffiveitingar og gefst þá fundargestum færi á að ræða nánar við frambjóðendur.

 

Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram í komandi þingkosningum sitja fyrir svörum á opna fundinum. Þeir svara spurningum frá málefnahópum ÖBÍ og einnig spurningum gesta úr sal. Spurt verður um málefni fatlaðs fólks, öryrkja og langveikra og stefnu flokkanna gagnvart þeim.

 

Fundarstjóri er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttastjóri á Fréttatímanum.

 

Fulltrúar flokkanna sem verða á fundinum verða auglýstir sérstaklega innan fárra daga.

 

Við hvetjum alla til að mæta