Póstlisti SLS

Póstlisti SLS

 
Miðvikudagur, 24. ágúst 2016 15:03
Mánudagsfundur 5. september
Jæja nú eru samtökin að komast i gírinn eftir sumarfrí.
 
Við ætlum að hafa okkar fyrsta mánudagsfund 5. september.
Húsið opnar kl 16 og við byrjum fundinn kl 17.
 
Okkur langar að heyra í félagsmönnum okkar eftir sumarið og ætlum að hafa opin fund þar sem allir geta komist að með það sem þeir vilja tjá sig um.
Einnig verður hugmyndabox þar sem félagsmenn geta komið með hugmyndir um það hvað þeir vilja sjá gerast í starfinu okkar í vetur.
 
Kaffi og eithvað gott með því
 
Hvetjum alla til að mæta
 
Stjórnin
 
alt
 
Mánudagur, 22. ágúst 2016 15:55
Reykjavíkurmaraþon

Flottur hópur sem fór 3 og 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn  fyrir Samtök lungnasjúklinga. 
Takk allir sem fóruð með okkur og sem hlupuð fyrir samtökin og takk öll þið sem styrktuð okkur. 


Safnast hafa yfir 300.000 og þetta er ómetanlegt fyrir okkar litlu samtök.

 

alt

 

alt

 

alt

 
Þriðjudagur, 19. júlí 2016 10:43
Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar kæru félagsmenn.

 

Vonandi leggst sumarið vel í ykkur.

 

Vildi bara minna á að það er alltaf hægt að ná í okkur í síma 5604812 ef þið hafið einhverjar spurningar.

Skrifstofan verður aftur á móti lokuð hjá okkur eithvað fram í ágúst, læt ykkur vita hér þegar það er komið á hreint.

 

Vill líka minna enn og aftur á okkur Ólöfu í Reykjavíkurmaraþoninu sem er núna í ágúst.

Ef þið sjáið ykkur fært að heita á okkur og þar með heita á Samtök lungnaskjúklinga værum við rosa þakklát

Hér eru tenglarnir þar sem þið getið heitið á okkur

 

Reykjavíkurmaraþon 2016 Guðný Linda Óladóttir

Reykjavíkurmaraþon 2016 Ólöf Sigurjónsdóttir

 

 

 

Sumarkveðja,

 

Guðný Linda Óladóttir

Formaður SLS

 sun-clipart-png-sun icon-7587cced3d0c975180e86393e3c6cc9e

 
Þriðjudagur, 14. júní 2016 12:24
Reykjavíkurmaraþon 2016

Sæl öll 

 

Í ár ætla ég og Ólöf að hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar samtökunum okkar. 

 

Ef þið sjáið ykkur fært væri frábært ef þið gætuð heitið á okkur og þar með heitið á samtökin okkar.

Það gerið þið með því að klikka á myndirnar af okkur eða textann fyrir neðan þær hér að neðan, við erum með sitthvora söfnunina en sama málefni.

 

Með fyrirfram þökk,

Guðný og Ólöf 

 

 

Reykjavíkurmaraþon 2016 Guðný Linda Óladóttir

 

alt

 

Reykjavíkurmaraþon 2016 Ólöf Sigurjónsdóttir

 
Föstudagur, 27. maí 2016 13:52
„Bara ég hefði aldrei byrjað“

Dagur án tóbaks 31. maí


Á Degi án tóbaks, 31. maí, verður sýnd á RÚV heimildamyndin „Bara ég hefði aldrei byrjað“.
 

Í myndinni segja fjórir einstaklingar frá afleiðingum reykinga á líf þeirra. Að myndinni standa í sameiningu Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga.
 

Öll hafa þessi samtök komið á margvíslegan hátt að tóbaksforvörnum og fræðslu um skaðsemi reykinga, um áhættuþætti og afleiðingar þeirra.

 

Bara-ad-eg-hefdi-aldrei-byrjad